Ólafur
3 Courses • 3 StudentsBiography
Ólafur Haukur lauk prófi í hraðlestri og námsskipulagningu í New York árið 1976, Cand. Oecon prófi frá HÍ árið 1977 og prófi í kennslufræðum frá KHÍ árið 1992. Hann hefur stjórnunarréttindi á grunn- og framhaldsskólastigi. Eftir ýmis störf á íslenskum og erlendum vinnumarkaði stofnaði Ólafur Haukur Hraðlestrarskólann sem hann átti og rak í 25 ár. Skólinn bauð fyrstur íslenskra skóla einstakt nám í aðferðum til að auka lestrarhraða. Árið 1988 hóf Ólafur kennslu á framhaldsskólastigi. Helstu kennslugreinar voru hagfræði, stjórnun og tölvunarfræði. Árið 1993 stofnaði Ólafur, ásamt Pétri Birni Péturssyni, Sumarskólann ehf., sem bauð einstakt sumarnám með nýju fyrirkomulagi. Ólafur Haukur leiddi síðan stofnun Menntaskólans Hraðbrautar. Skólinn tók til starfa árið 2003. Uppbygging námsins byggði á hugmyndum Ólafs um vel skipulagt og hnitmiðað nám. Starf skólans var mótað af námsskipulagi sem átti sér enga hliðstæðu. Formið byggðist m.a. á vel skipulögðu lotunámi til stúdentsprófs á aðeins 2 árum. Hraðbraut útskrifaði alls 500 stúdenta. Á þeim tíma útskrifuðu aðrir skólar stúdenta á 4 - 6 árum. Eftir að Hraðbraut útskrifaði stúdenta á 2 árum varð ljóst að 4 ár í framhaldsskóla voru sóun á tíma nemenda og því var nám til stúdentsprófs stytt úr 4 árum í 3 ár. Lotunám Hraðbrautar hefur síðan verið tekið upp víða. Af framagreindu sést að Ólafur hefur helgað starf sitt því að gera vinnu við nám og þjálfun auðveldara með nýjum skilvirkum aðferðum. Í þeim efnum fer Ólafur, eins og áður, ótroðnar slóðir. Nýtt námskeið í hraðnámi, er enn einn áfangi hjá Ólafi við að létta nám og að bæta árangur við þjálfun í íþróttum og listum.