Um okkur

Skráðu þig til að fá uppfærslu

Subscription form

Skráðu þig til að fá fréttir og tilboð

Um hradnam.is

Öll erum við í slag sem ekkert okkar vinnur. Það er slagur okkar við tímann.
Ég lofa þér þó því að þátttaka á þessu námskeiði í hraðnámi, mun gera hlut þinn betri í þeirri baráttu.
Ég þykist vita að þú ert hingað komin(n) vegna þess að þig langar til að breyta til í lífinu, ná betri árangri í námi eða starfi, hefja nýtt nám, ná betri árangri við þjálfun í listum eða íþróttum eða einhverju öðru sem skiptir þig miklu máli.
Ef þú hefur kjarkinn til að stíga skrefið munum við kenna þér aðferðirnar. Nýr ferill þinn getur byrjað í dag með ákvörðun um að gera betur en þú hefur gert til þessa. Stígðu skrefið og skráðu þig á námskeið hér og nú!
Á námskeiðinu muntu á þremur vikum læra námsaðferðir sem engum hugkvæmdist að kenna þér í nokkrum skóla sem þú hefur gengið í. Þú munt læra aðferðir sem hinir mestu snillingar hafa beitt til að ná einstökum árangri. Aðferðirnar, sem eru byggðar á rannsóknum margra helstu fræðimanna veraldarinnar á 21. öldinni, eru nú þegar þrautreyndar af nemendum sem náð hafa frábærum árangri í námi, starfi, listum og íþróttum, samhliða kröftugri virkni í félagslífi, góðri hvíld og svefni; með öðrum orðum, með miklu minni fyrirhöfn.
Það sem við kennum þér byggist á rannsóknum þekktra fræðimanna og okkar um lestur, nám, vinnu og þjálfun.
Það er sannfæring okkar að færni þín, eftir að hafa lokið námskeiðinu, muni létta þér nám og starf í framtíðinni!

Um Hraðbraut ehf.

Hraðbraut ehf., sem á og rekur hradnam.is, stofnaði á sínum tíma Menntaskólann Hraðbraut eða Hraðbraut. Skólinn var rekinn árin 2003 til ársins 2012.
Sérstaða Hraðbrautar fólst í því að útskrifa stúdenta á aðeins 2 árum. Tókst skólanum það með nýju hnitmiðuðu námsfyrirkomulagi. Breytingin fólst m.a. í því taka upp 6 vikna lotukerfi þar sem kenndar voru aðeins þrjár námsgreinar samtímis í stað þess að kenna 5 – 7 námsgreinar samtímis í heila önn eins og gert var í öðrum skólum. Á þessum árum útskrifuðu aðrir skólar stúdenta á 4-6 árum. Fram að þeim tíma að Hraðbraut tók til starfa var það talið með öllu óhugsandi að stytta nám til stúdentsprófs. Þegar Hraðbraut hafði stytt námstímann í 2 ár varð ljóst að 4-6 ára námstími var óskynsamleg meðferð á tíma íslenskra ungmenna. Í framhaldi af því var stúdentsnám í öllum skólum á Íslandi stytt í 3 ár.
Hraðbraut útskrifaði átta árganga af stúdentum, alls um 500 stúdenta. Starf skólans gekk vel og nemendur, sem voru vanir markvissum vinnuaðferðum, voru vel undir háskólanám búnir. Mikil ánægja var með skólann meðal nemenda og starfsmanna. Skólinn hætti störfum árið 2012 þegar ráðherra synjaði skólanum um endurnýjun á þjónustusamningi.
Kennitala Hraðbrautar ehf. er: 490403-2210.

 

 

 

 

 

 

 

 

Um Ólaf Hauk Johnson skólastjóra og kennara

Ólafur Haukur lauk prófi í hraðlestri og námsskipulagningu í New York árið 1976, Cand. Oecon prófi frá HÍ árið 1977 og prófi í kennslufræðum frá HÍ árið 1992. Hann hefur kennslu – og stjórnunarréttindi á öllum skólastigum. Samhliða störfum á íslenskum og erlendum vinnumarkaði stofnaði Ólafur Haukur Hraðlestrarskólann sem hann átti og rak í 25 ár. Skólinn bauð fyrstur íslenskra skóla einstakt nám í aðferðum til að auka lestrarhraða. Einnig stofnaði Ólafur Haukur, ásamt Pétri Birni Péturssyni, Sumarskólann ehf. Ólafur Haukur leiddi síðan stofnun Menntaskólans Hraðbrautar. Skólinn tók til starfa árið 2003. Uppbygging námsins byggði á hugmyndum Ólafs um hnitmiðað nám. Starf skólans var mótað af námsskipulagi sem átti sér enga hliðstæðu. Formið byggðist á vel skipulögðu lotunámi til stúdentsprófs á aðeins 2 árum. Eftir að Hraðbraut útskrifaði stúdenta á 2 árum var nám til stúdentsprófs stytt í 3 ár. Af framagreindu sést að Ólafur hefur óhikað farið ótroðnar slóðir við skipulagningu náms með það að markmiði að bæta árangur. Hraðnám Hraðbrautar sem hér býðst er nýjasta dæmið um slíkt. Á námskeiðinu býðst nemendum að kynnast aðferðum sem munu skila auknum hraða í námi og bættum árangri við þjálfun í íþróttum og listum. Aðferðir þessar byggjast á rannsóknum fremstu vísindamanna heims á 21. öldinni.