Notkunarskilmálar:

  1. Skilmálar

Með því að fá aðgang að þessu námskeiði Hraðbrautar ehf., hradnam.is, samþykkir þú að þú sért bundinn af þessum notkunarskilmálum, viðeigandi íslenskum lögum og reglugerðum. Jafnframt samþykkir þú að þú berð ábyrgð á því að farið sé að öllu leyti að lögum við notkun og meðferð efnisins. Ef þú samþykkir ekki einhvern hluta af þessum skilmálum er þér óheimill aðgangur að þessu námskeiði. Efnið sem þér býðst á þessu námskeiði er verndað af gildandi höfundarréttar- og vörumerkjalögum.

  1. Leyfi notanda

Leyfi er veitt til að hlaða niður einu eintaki tímabundið af efni sem hægt er að hlaða niður og greitt hefur verið fyrir notkun á af vefsíðu Hraðbrautar ehf. / hradnam.is. Leyfið sem er persónubundið kaupanda, er fyrir tímabundna skoðun. Þetta er veiting leyfis, ekki yfirfærsla á eignarrétti, og samkvæmt þessu leyfi mátt þú ekki:

– breyta efninu né afrita efnið;

– nota efnið í viðskiptalegum tilgangi, né til hvers kyns opinberrar sýningar, né í auglýsingastarfsemi eða í viðskiptalegum tilgangi;

– breyta eða reyna að breyta hugbúnaði eða efni sem er að finna á vefsíðu skólans;

– fjarlægja hvers kyns höfundarrétt eða aðrar eignarmerkingar úr efninu; eða

– flytja efnið til annars aðila eða „spegla“ efnið á öðrum netþjóni.

Þetta leyfi fellur sjálfkrafa úr gildi ef þú brýtur gegn einhverjum af þessum takmörkunum. Þegar þú hættir að skoða þetta efni eða við lok þessa leyfis, verður þú að eyða öllu efni okkar í þinni vörslu hvort sem það er á rafrænu eða prentuðu formi.

Námskeið er aðeins endurgreidd sé endurgreiðslu óskað innan 7 daga frá því að námskeið var keypt.

Leyfi til nýtingar á námskeiði þínu er aðeins opið í 90 daga frá því að þú keyptir það. Mikilvægt er því að þú farir vel yfir allt sem þú vilt læra og ná tökum á innan þeirra tímamarka.

  1. Fyrirvari

Efni á heimasíðu skólans er veitt eins og það er. Hvorki Hraðbraut ehf. / hradnam.is né eigendur Hraðbrautar ehf. veita ábyrgð, hvorki beina né óbeina, um hæfni í ákveðnum tilgangi. Enn fremur ábyrgist hvorki Hraðbraut ehf. / hradnam.is né eigendur Hraðbrautar ehf. eða koma með fullyrðingar varðandi nákvæmni, líklegar niðurstöður eða áreiðanleika notkunar efnisins á vefsíðu sinni eða á annan hátt í tengslum við slíkt efni eða á neinum síðum sem tengjast þessari síðu.

  1. Takmarkanir

Hraðbraut ehf. / hradnam.is og eigendur Hraðbrautar ehf. skulu í engu tilviki bera ábyrgð á tjóni (þar á meðal, og án takmarkana, tjóni vegna taps á gögnum eða hagnaði, eða vegna truflunar á rekstri) sem stafar af notkun eða vanhæfni til að nota efni á vefsíðu skólans, jafnvel þótt Hraðbraut ehf. / hradnam.is og eigendur Hraðbrautar ehf. hafi verið tilkynnt munnlega eða skriflega um möguleika á slíku tjóni.

  1. Endurskoðun og villur

Efnið sem birtist á vefsíðu Hraðbrautar ehf. / hradnam.is getur innihaldið tæknilegar villur, prentvillur, ljósmyndavillur eða vídeóvillur. Hraðbraut ehf. / hradnam.is ábyrgist ekki að efni á vefsíðunni sé nákvæmt, fullkomið eða uppfært. Hraðbraut ehf. / hradnam.is getur hvenær sem er gert breytingar á efni sem er að finna á vefsíðu sinni án fyrirvara.

  1. Tenglar

Hraðbraut ehf. / hradnam.is hefur ekki skoðað allar síður sem tengdar eru við vefsíðu þessa og ber ekki ábyrgð á innihaldi slíkrar tengdra vefsíðna. Innifalning á hlekk á aðrar vefsíður felur ekki í sér samþykki á þeim síðum. Notkun á slíkum tengdum vefsíðum er á eigin ábyrgð notandans.

  1. Breytingar á notkunarskilmálum vefsins

Hraðbraut ehf. / hradnam.is og eigendur Hraðbrautar ehf. geta endurskoðað þessa notkunarskilmála fyrir vefsíðu sína hvenær sem er án fyrirvara. Með því að nota þessa vefsíðu samþykkir þú að vera bundinn af þessum notkunarskilmálum.

  1. Gildandi lög

Kröfur eða ágreiningur um atriði sem tengjast vefsíðu og námskeiði Hraðbrautar ehf. / hradnam.is lúta ákvæðum þessara notkunarskilmála. Þar sem þessir notkunarskilmálar segja ekki til um hvernig með skuli farið skal hlíta ákvæðum laga um einkahlutafélög, svo og öðrum lagaákvæðum er við geta átt.