Ólaf Hauk Johnson

Ólafur Haukur lauk prófi í hraðlestri og námsskipulagningu í New York árið 1976, Cand. Oecon prófi frá HÍ árið 1977 og prófi í kennslufræðum frá HÍ árið 1992. Hann hefur stjórnunarréttindi á grunn- og framhaldsskólastigi.
Samhliða störfum á íslenskum og erlendum vinnumarkaði stofnaði Ólafur Haukur Hraðlestrarskólann sem hann átti og rak í 25 ár. Skólinn bauð fyrstur íslenskra skóla einstakt nám í aðferðum til að auka lestrarhraða. Einnig stofnaði Ólafur Haukur, ásamt Pétri Birni Péturssyni, Sumarskólann ehf.
Ólafur Haukur leiddi síðan stofnun Menntaskólans Hraðbrautar. Skólinn tók til starfa árið 2003. Uppbygging námsins byggði á hugmyndum Ólafs um vel skipulagt og hnitmiðað nám. Starf skólans var mótað af námsskipulagi sem átti sér enga hliðstæðu. Formið byggðist á vel skipulögðu lotunámi til
stúdentsprófs á aðeins 2 árum. Einnig voru kennsluaðferðir allar markvissari en aðferðir sem notaðar voru í öðrum framhaldsskólum. Á þeim tíma útskrifuðu aðrir skólar stúdenta á 4 – 6 árum. Hraðbraut útskrifaði alls 500 stúdenta. Eftir að Hraðbraut útskrifaði stúdenta á 2 árum varð ljóst að 4 – 6 ár í
framhaldsskóla voru sóun á tíma nemenda og því var nám til stúdentsprófs í íslenskum framhaldsskólum stytt í 3 ár. Lotunám Hraðbrautar hefur síðan verið tekið upp víða.
Af framagreindu sést að Ólafur hefur óhikað farið ótroðnar slóðir við skipulagningu náms með það að markmiði að bæta árangur með nýjum skilvirkum náms- og vinnuaðferðum.
Hraðnám Hraðbrautar sem hér býðst er nýjasta dæmið um slíkt. Á námskeiðinu býðst nemendum að kynnast aðferðum sem munu skila auknum hraða í námi og bættum árangri við þjálfun í íþróttum og listum. Aðferðir þessar byggjast á rannsóknum og kenningum fremstu vísindamanna heims á 21. öldinni.

Gerðu skráningu